Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Spanglish 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. apríl 2005

A comedy with a language all its own.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

John Clasky er þekktur matreiðslumeistari og dyggur fjölskyldufaðir. Hann hefur efnast vel og getur veitt fjölskyldu sinni ýmsan munað, meðal annars sumarhús á Malibu-strönd og ráðið þangað glæsilega húshjálp frá Mexíkó sem heitir Flor. Þær Cristina dóttir hennar eru nýfluttar til Los Angeles í leit að betra lífi en þegar þær flytjast inn til Clasky-fjölskyldunnar... Lesa meira

John Clasky er þekktur matreiðslumeistari og dyggur fjölskyldufaðir. Hann hefur efnast vel og getur veitt fjölskyldu sinni ýmsan munað, meðal annars sumarhús á Malibu-strönd og ráðið þangað glæsilega húshjálp frá Mexíkó sem heitir Flor. Þær Cristina dóttir hennar eru nýfluttar til Los Angeles í leit að betra lífi en þegar þær flytjast inn til Clasky-fjölskyldunnar kemst Flor að því að lífið í nýja landinu getur verið stórhættulegt. ... minna

Aðalleikarar


Spanglish er hugljúf og góð gamanmynd, sem allir ættu að skemmta sér yfir. Fullt af frábærum leikurum sem skila sínu. Adam Sandler sýnir fína frammistöðu og er gaman að sjá hann sýna á sér alvarlegu hliðina(eins og hann gerði í Punch Drunk-Love) hvað varðar að leika. Tea Léoni er góð sem kona Sandlers og gaman að karakter hennar. Svo er spænska senoritan(man ekki nafnið) góð í hlutverki húsfreyjunnar sem vinnur hjá hjónunum. Og amman er líka frábær. Sagan er fín, handrit allt í lagi, leikstjórn James L. Brooks góð og svo er hún líka mjög fyndin. Spanglish er mynd sem ætti að henta fyrir alla, og er góð Adam Sandler mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ömurleg. Núna er Adam Sandler búinn að leika í tvemur svona ömurlegum hlutverkum.Þessi og Punch drunken love ég sé eftir því að hafa horft á þessa mynd því ég fæ aldrei þessa tvo klukkutíma og tíu mínotur aftur ég hefði frekar vilja horfa á málningu þorna.Hann Adam Sandler verður að fara rífa sig upp úr þessu rugli og koma sér í gamla góða farið.

Ef ekki þá fer hann að enda í ruglinu eins og Bill Murry.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd dálítið langdreginn en samt mjög góð mynd. En ef þið hafið gaman af alvöru grínmyndum þá mæli ég með Spanglish endilega sjáiði þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spanglish er nýleg mynd með Adam Sandler í aðalhlutverki. Hann sýndi þarna að sögusagnirnar um að hann gæti bara leikið eina týpu (happy gilmore, billy madison) eru ekki alveg réttar. Hann var bara mjög góður sem fjölskyldufaðir sem á leiðinlega konu og verður ástfanginn af mexikanskri GYÐJU sem er leikin af hinni gullfallegu Paz Vega. Hún er að sjá um þrif og svoleiðis í húsinu þeirra. Sagan er sögð með sögumanni sem er dóttir ræstingarkonunnar, sem er sirka 10 þegar sagan gerist en er um 20 þegar hún er að segja frá. Það er skemmtilegt að nefna að myndin er samin og leikstýrð af James L. Brooks sem er einna af 3 aðal producer-um Simpson þáttanna, en hann leikstýrði einmitt líka As good as it gets sem var nú mjög vinsæl á sínum tíma. Spanglish er ekkert snilldarverk en fínasta mynd engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér nokkuð á óvart. Hún er ansi skemmtileg og leikur Adams Sandlers er virkilega góður. Myndin virkar sem góð aðþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn