Náðu í appið
Öllum leyfð

Click 2006

Frumsýnd: 30. júní 2006

What If You Had A Universal Remote... That Controlled Your Universe?

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Michael Newman er harðduglegur fjölskyldumaður, sem reynir hvað hann getur að ganga í augun á yfirmanni sínum, í þeirri von að fá stöðuhækkun. En vandinn er sá að þetta kemur niður á tímanum sem hann getur varið með fjölskyldunni, og óskar sér þess að hann hætti fjarstýringu sem hann gæti notað til að stjórna með lífi sínu. Þessi draumur Newman... Lesa meira

Michael Newman er harðduglegur fjölskyldumaður, sem reynir hvað hann getur að ganga í augun á yfirmanni sínum, í þeirri von að fá stöðuhækkun. En vandinn er sá að þetta kemur niður á tímanum sem hann getur varið með fjölskyldunni, og óskar sér þess að hann hætti fjarstýringu sem hann gæti notað til að stjórna með lífi sínu. Þessi draumur Newman rætist þegar hann hittir Morty, klikkaðan sölumann, sem er með þessa draumafjarstýringu. Með fjarstýringunni eru honum allir vegir færir, og hann getur lækkað í hljóðinu, hlaupið yfir og tekið yfir lífið. Þetta gefur honum færi á að ekki bara spóla yfir öll rifrildi, heldur líka spóla áfram fram að stöðuhækkuninni. Honum finnst þetta vera frábær hugmynd, þar til fjarstýringin fer að bila. ... minna

Aðalleikarar


Já Click, Click var alls ekki eins og ég bjóst við :/ Ég bjóst við mikið skemmtilegri mynd!

Þessi mynd var alveg gjörsamlega út úr kú. Ég botnaði afar lítið í henni en mér fannst byrjunin mjög mjög fín en svo tók að lengja í myndinni þá var ég orðin afar vonsvikinn ! Í endann fór að glitta í tár á kinnum mér, þetta kennir manni kannski eitt, að halda áfram með lífið, lífið er alls ekki auðvelt! Maður getur ekki spólað yfir vonda hluti og fá stöðuhækkanir. Þetta kennir manni 1&fremst margt um lífið! En ég gef þessari mynd svona 2oghálfa stjörnu! Fyrir þá sem að halda að þetta sé bara geggjuð mynd og eru að fara að taka hana, mæli ekki með því, fellur í vonbrigði!

Ekki taka mark á skotunum, ! Takk !

Peace out :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já Click, Click var alls ekki eins og ég bjóst við :/ Ég bjóst við mikið skemmtilegri mynd!

Þessi mynd var alveg gjörsamlega út úr kú. Ég botnaði afar lítið í henni en mér fannst byrjunin mjög mjög fín en svo tók að lengja í myndinni þá var ég orðin afar vonsvikinn ! Í endann fór að glitta í tár á kinnum mér, þetta kennir manni kannski eitt, að halda áfram með lífið, lífið er alls ekki auðvelt! Maður getur ekki spólað yfir vonda hluti og fá stöðuhækkanir. Þetta kennir manni 1&fremst margt um lífið! En ég gef þessari mynd svona 2oghálfa stjörnu! Fyrir þá sem að halda að þetta sé bara geggjuð mynd og eru að fara að taka hana, mæli ekki með því, fellur í vonbrigði!

Ekki taka mark á skotunum, ! Takk !

Peace out :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Adam Sandler var ótrúlega fyndin.Og það er gott að hann er hættur að leika eins og í The Waterboy og Little Nicky. Click var fyndin, spennandi og líka stundum sorgleg. David Hasselhoff var líka góður sem ríki forstjórinn. Góð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjjjööööögg águgaverð mynd bjóst svo sem alveg við þessu þar sem Adam Sandler er meðal minna uppáhalds leikara hann var sérstaklega góður í Billy Madison,Happy Gilmore og svo auðvitað The longest yard. Þetta eru allt fanta góðar myndir Cristopher Walken var einnig skemmtilegur caracter í þessari mynd oog já ég mæli eindregið með þessari mynd...:D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skref í réttu áttina fyrir Sandler-þvælur
Ég segi það hér og nú; Click er án efa einhver skársta grínmyndin úr smiðju Sandlers til þessa.

Það er fínt að sjá hvað maðurinn hefur þroskast mikið sem leikari. Hann er alveg hættur að sýna þessa hlið að sér þar sem hann túlkar góða gaurinn með innri reiðina og er farinn að sýna töluvert áhrifaríkari framkomu. Reyndar er ástæðan fyrir því að Click sé í raun og veru ágætis mynd sú að hún nær svo miklu lengra heldur en fyrri myndir kappans, svo ég tali nú ekki um það að hún hefur meira að segja við áhorfandann.

Við erum ekki að tala um aulahúmorsveislu að hætti Mr. Deeds, The Longest Yard eða Little Nicky. Kannski er örlítill skammtur af slíku, en myndin er í raun og veru dæmisaga dulbúin sem aulagrínmynd.

Hún byrjar í léttum dúr en í seinni hálfleik dregur hún fram alvarlegu tónana. Myndin er vissulega krydduð hinum týpíska og há-ameríska boðskap, sem fer misvel í suma, en það er ótrúlegt hversu vel hún kemst upp með það. Dramatíkin sem fylgir er kannski ekki upp á sitt besta, og fær myndin töluverðan mínus fyrir að misstíga sig aðeins þar, sérstaklega miðað við það hversu fyrirsjáanlegur endirinn er.

Húmorinn er annars vegar þrælgóður, og ég trúi því varla enn að ég hafi hlegið eins oft og ég gerði yfir Adam Sandler-grínmynd. En myndin er alveg kostulega fyndin og verður aldrei of öfgakennd í ósmekklegheitum. Gleymum síðan ekki skemmtilegum uppákomum hjá góðkunningjanum David Hasselhoff, sem fær alltaf hrós fyrir að gera grín á eigin kostnað.

Hvað Sandler sjálfan varðar, þá fannst mér hann standa sig nokkuð vel. Hann hefur auðvitað gert frábæra hluti í alvarlegri kvikmyndum, og hefur það lengi sést á honum að hann geti miklu betur. Ég hef a.m.k. mikla trú á honum, og varðandi Click, þá tel ég óhætt að mæla með henni þrátt fyrir gallana. Hún er jafn fyndin og hún er móralísk, en hún er sömuleiðis hugljúf og virkar vel á mann. En ég held að myndin eigi ekki eftir að höfða eins vel til þeirra sem eiga von á einhverju í líkingu við áðurnefndar þvælur.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.10.2020

Jared Leto snýr aftur sem Jókerinn

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun snúa aftur í hlutverki Jókersins og þá í væntanlegri leikstjóraútgáfu Justice League. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og segir þar að Leto sé á meðal leikara...

25.09.2009

17 flottar "SCI FI" kökur

Heimasíðan SCI FI Wire birti í gær myndir af 17 flottum "Sci fi" þemuðu kökum sem þeir fundu hjá sér. Þetta var gert í tilefni af því að síðan varð 17 ára í gær. Þessar kökur eru helv#@% flottar, og mig vant...

09.01.2016

Slær í gegn með 0% í einkunn

Adam Sandler myndin Ridiculous 6, sem var gerð sérstaklega fyrir Netflix vídeóleiguna, og sem menn héldu á tímabili að hefði verið tekin af Netflix sökum þess hve léleg hún þætti, er vinsælasta frumsýningarmynd á leigunni...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn