Náðu í appið
Zookeeper

Zookeeper (2011)

"Don't talk to the animals... unless they talk to you first!"

1 klst 44 mín2011

Griffin elskar starf sitt í dýragarðinum enda þykir honum vænt um dýr og má ekkert aumt eða aflaga sjá án þess að reyna að bæta úr því.

Rotten Tomatoes13%
Metacritic30
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Griffin elskar starf sitt í dýragarðinum enda þykir honum vænt um dýr og má ekkert aumt eða aflaga sjá án þess að reyna að bæta úr því. Af þessum sökum elska dýrin hann til baka. En Griffin á við vanda að stríða. Hann hefur nefnilega komist að því að starf hans háir honum í ástarlífinu því hvaða kona vill svo sem vera með manni sem vinnur í dýragarði? Nei, þá er betra að gerast virðulegur sölumaður í jakkafötum með bindi. Dauðhrædd um að Griffin sé að fara að yfirgefa þau, því hann er besti dýragæslumaður sem þau hafa haft, ákveða dýrin hins vegar að hjálpa honum í kvennavandræðunum gegn því að hann hætti ekki í vinnunni. Um leið neyðast þau til að opinbera leyndarmálið: Þau geta nefnilega talað! Og þar með er hafin alveg kostuleg atburðarás, fyndin og skemmtileg og full af góðum boðskap.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Broken Road ProductionsUS
Hey EddieUS
Happy Madison ProductionsUS
Columbia PicturesUS
Metro-Goldwyn-MayerUS

Gagnrýni notenda (1)

Bæði Kevin James og við eigum betra skilið

★★☆☆☆

Eftir hörmungina sem hét Paul Blart: Mall Cop mun ég framvegis alltaf fyllast sterkum kvíða áður en ég geng inn á aðra svokallaða grínmynd með Kevin James í aðalhlutverki, sérstaklega ...