Náðu í appið
The Family Man

The Family Man (2000)

"What if you made different choices? What if you said yes, instead of no? What if you got a second chance?"

2 klst 5 mín2000

Sagan hefst á aðfangadag jóla, tveimur dögum áður en Wall Street mógúllinn og piparsveinninn Jack Campbell lýkur við margmilljarða viðskiptasamning.

Rotten Tomatoes54%
Metacritic42
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sagan hefst á aðfangadag jóla, tveimur dögum áður en Wall Street mógúllinn og piparsveinninn Jack Campbell lýkur við margmilljarða viðskiptasamning. Campbell fær símaskilaboð frá konu sem hann giftist næstum því 13 árum fyrr. Honum finnst líf sitt vera fullkomið, hann hafi allt sem hann langi til að hafa. Dag einn vaknar hann eins og í draumi, í nýju lífi, sem er eins og hann hafi ekki farið frá kærustunni sinni í miðskóla, en hann fór frá henni til að fara til Lundúna. Nú er hann kvæntur Kate, býr í Jersey og á tvö börn. Hann verður örvæntingarfullur og vill fá aftur gamla lífið sitt til baka, enda búinn að vinna hörðum höndum í 13 ár fyrir því. Hann er forstjóri P.K. Lassiter fjárfestinga, en ekki dekkjasölumaður hjá Big Ed´s eins og í nýja lífinu. Hann ekur um á Ferrari sportbíl, en ekki strumpastrætó sem vill ekki fara í gang. Og þá er ekki upptalið að þurfa að vakna með krakka stökkvandi í hjónarúminu á hverjum morgni. Eftir slæma byrjun, þá verður hann smátt og smátt sáttari við þetta nýja líf, og byrjar að sjá hvað hafi vantað í fyrra líf sitt. En hvað gerir hann þegar ævintýrinu lýkur?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Beacon PicturesUS
Saturn FilmsUS
Universal PicturesUS

Gagnrýni notenda (5)

Þetta er mjög skemmtileg hugmynd og hún er vel sett upp, leikurinn hjá þeim Nicholas Cage og Téa Leoni er mjög góður og boðskapurinn kemst vel til skila, þessi mynd fær mann til að hugsa ...

Þegar ég leigði þessa mynd var ég ekkert sérstaklega að búast við neinni stórmynd en annað kom á daginn. Þessi mynd er mjög hjartnæm og í sjálfu sér mjög fallegur boðskapur í henn...

Einstakelga vel heppnuð mynd. Hér er um frábæra hugmynd að ræða sem er komið til skila á mjög trúverðugan hátt. Myndir af þessum toga eiga það oft til að verða of væmnar og langdre...

Ég fór á þessa mynd með kærustunni og þess vegna þótti mér hún alveg þokkaleg. Þessi mynd er príðileg fyrir pör að leita sér að ágætri kvöldskemmtun, en hún er ekki meira en þ...

Eftir að hafa séð sýnishornið úr þessari mynd fékk ég sterklega á tilfinninguna að hér væri um að ræða klisjukennda og væmna stórmynd með einföldum og augljósum boðskap. Sem betu...