Gagnrýni eftir:
Gemsar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd og var eiginlega í vafa. Ég vissi ekki hvort hún væri góð eða slæm. Þessi mynd hefur fengið mjög misjafna dóma, bæði mjög góða og svo mjög slæma!
Myndin fjallar í grófum dráttum og unglinga og vandamál þeirra, eins og Kids. Kids var samt miklu betri og Gemsar er í raun bara léleg eftirherma af henni. Þessi mynd sýnir kannski veruleika einhverra íslenskra unglinga, en það lifa ekki allir svona lífi, sem betur fer.
Hálfa stjarnan sem myndin fær er vegna Gulla og Dodda sem stóðu sig prýðilega i sínum hlutverkum og eiga hrós skilið þrátt fyrir lélega mynd. Þeir að mér fannst björguðu myndinni frá því að vera hörmung.
Down to Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mjög sniðug mynd, hann deyr fyrir mistök og en er hleypt aftur niður til jarðar og lendir í líkama gamals milljónamærings. Sem betur fer fyrir hann er þetta bara tímabundinn líkami. Myndin gengur voðalega mikið út á stand-up frá Cris Rock og það tekst bara vel enda er það hans fag að ganga fram af fólki með einhverjum aula bröndurum sem eru samt mjög fyndnir. Góð mynd mæli með henni en ekki búast við neinu frábæru, samt alveg 800 kr. virði
The Family Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég leigði þessa mynd var ég ekkert sérstaklega að búast við neinni stórmynd en annað kom á daginn. Þessi mynd er mjög hjartnæm og í sjálfu sér mjög fallegur boðskapur í henni. Nicholas Cage og Tea Leoni fara á kostum í hlutverkum sínum og þetta er bara með betri myndum sem Cage hefur leikið í. Þessi mynd segir bara eitt, maður getur verið ríkur án þess að eiga mikið af peningum. Ég mæli eindregið með þessari mynd, endilega kíkið á hana á næstu leigu, hún veldur ekki vonbrigðum.
The Wedding Planner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein slappasta mynd sem ég hef séð lengi. Hún hefur allt sem ömurleg mynd verður að hafa, lélegan leik, lélega brandara og vægast sagt ömurlegan söguþráð. Eini ljósi punkturinn sem ég get séð í myndinni er Jennifer Lopez en það er bara ekki nóg.