Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tower Heist 2011

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 12. nóvember 2011

It's not just a robbery. It's payback.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
Rotten tomatoes einkunn 48% Audience
The Movies database einkunn 59
/100

Hér segir frá hinum ólukkulega Josh Kovacs sem vaknar einn daginn upp við að allir peningarnir hans, þar á meðal lífeyrissparnaðurinn, eru horfnir. Sá sem ber ábyrgð á þessum óskunda er svikari að nafni Arthur Shaw, en hann hafði af dæmalausri ósvífni haft fé út úr fjölda manns með píramídasvindli sem nú er hrunið. Nú situr Arthur í stofufangelsi... Lesa meira

Hér segir frá hinum ólukkulega Josh Kovacs sem vaknar einn daginn upp við að allir peningarnir hans, þar á meðal lífeyrissparnaðurinn, eru horfnir. Sá sem ber ábyrgð á þessum óskunda er svikari að nafni Arthur Shaw, en hann hafði af dæmalausri ósvífni haft fé út úr fjölda manns með píramídasvindli sem nú er hrunið. Nú situr Arthur í stofufangelsi í rammgerðri svítu sinni efst í turni einum á miðri Manhattan og bíður dóms en virðist annars hafa það grunsamlega gott að mati Josh. Hann finnur síðan út að Arthur situr í raun á 20 milljónum dollara sem hann hefur falið í svítunni eða einhvers staðar í turninum. Til að endurheimta peningana sem Arthur hafði af honum ákveður Josh nú að fara á stúfana og safna saman liði, a la Danny Ocean, með það að markmiði að brjótast inn til Arthurs og finna felustaðinn ... ... minna

Aðalleikarar

Létt og auðgleymd
Ég ætla að byrja á því að segja að þetta er EKKI comeback Eddie Murphy eins og svo margir gagnrýnendur hafa haldið fram. Í fyrsta lagi er hann algjört aukahlutverk í myndinni og svo er hann ekki einu sinni minnisstæður á skjánum. Það pirrar mig stundum þegar svona grínmyndir fá „lof“ gagnrýnenda (69% á RT) á meðan aðrar sígildar hverfa einfaldlega (Hot Rod – 40%). Ég er ekki að kalla þessa mynd hörmung, langt frá því en skil þetta stundum ekki.

Sagan er ágæt og þrátt fyrir að taka heljarinnar tíma að koma sér í gang heldur myndin góðu dampi og er alveg ágætlega skemmtileg þótt að nokkur atriði komu illa út, eitt mun ég samt ekki kalla þessa mynd og það er fyndin. Ég hló aldrei upphátt en „chucklaði“ að nokkrum atriðum sem ég gæti talið upp með höndinni. Málið er bara að þetta eru ekki grínleikarar sem fá góðu línurnar og svo eru „grínleikararnir“ í alvarlegri hlutverkunum. Ben Stiller á bara heima í rullum eins og í Dodgeball, þar er hann fyndinn en hér? Nei. En hann er samt alveg fínn, en samt mjög endurnotuð rútína.

Það er svo lítið hægt að segja um myndina. Jú, hún var spennandi... í svona tvær mínútur með ákveðið atriði tengt lofthæð hússins en yfir allt saman er þetta voðalega létt mynd sem skemmti mér fullkomlega en hún nær aldrei að vera meira en það. Hún er ekki klók eða neitt og það mætti líkja þessari mynd við að fara á hamborgarabúllu, bara einhverja meðal (Fabrikkan). Þú veist alveg hvað þú færð og ég verð að segjast að ég er soldið Brett Ratner-fan í þeim skilningi að ég get horft á myndirnar hans oft og lengi. Rush Hour 1,2,3 fá allavega oft að spilast í gegn heima hjá mér.

Semsagt, óminnisstæð mynd án neinna góða brandara en hinsvegar skemmtileg og með gott flæði. Engin meðmæli en það skaðar ekkert að sjá hana þótt þið ættuð ekki að eyða miklum pening í hana.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.04.2015

Sparrow í klandri

Fimmta myndin um sjóræningjann Jack Sparrow, The Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er væntanleg árið 2017. Fyrsta myndin af leikaranum Johnny Depp í hlutverki Sparrow í myndinni var birt í dag og má sjá hana ...

22.08.2013

Nafn komið á Pirates of the Caribbean 5!

Næsta Pirates of the Caribbean mynd hefur fengið nafn, og nú þarf því  ekki lengur að tala um hana bara sem Pirates of the Caribbean 5.  Fyrri myndirnar fengu allar tignarleg nöfn;  Curse of the Black Pearl, Dead Man's Chest, ...

18.04.2013

Kate Upton gæti hefnt sín með Diaz

Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton á í viðræðum um að leika á móti Cameron Diaz og Leslie Mann, í hlutverki konu sem leitar hefnda á flagara, í myndinni The Other Woman. Leikstjóri myndarinnar er Nick Cassavetes en myndin fjallar u...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn