Náðu í appið
Tower Heist

Tower Heist (2011)

"It's not just a robbery. It's payback. "

1 klst 44 mín2011

Hér segir frá hinum ólukkulega Josh Kovacs sem vaknar einn daginn upp við að allir peningarnir hans, þar á meðal lífeyrissparnaðurinn, eru horfnir.

Rotten Tomatoes67%
Metacritic59
Deila:
10 áraBönnuð innan 10 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hér segir frá hinum ólukkulega Josh Kovacs sem vaknar einn daginn upp við að allir peningarnir hans, þar á meðal lífeyrissparnaðurinn, eru horfnir. Sá sem ber ábyrgð á þessum óskunda er svikari að nafni Arthur Shaw, en hann hafði af dæmalausri ósvífni haft fé út úr fjölda manns með píramídasvindli sem nú er hrunið. Nú situr Arthur í stofufangelsi í rammgerðri svítu sinni efst í turni einum á miðri Manhattan og bíður dóms en virðist annars hafa það grunsamlega gott að mati Josh. Hann finnur síðan út að Arthur situr í raun á 20 milljónum dollara sem hann hefur falið í svítunni eða einhvers staðar í turninum. Til að endurheimta peningana sem Arthur hafði af honum ákveður Josh nú að fara á stúfana og safna saman liði, a la Danny Ocean, með það að markmiði að brjótast inn til Arthurs og finna felustaðinn ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Relativity MediaUS
RAT EntertainmentUS
Eddie Murphy ProductionsUS
Imagine EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)

Létt og auðgleymd

Ég ætla að byrja á því að segja að þetta er EKKI comeback Eddie Murphy eins og svo margir gagnrýnendur hafa haldið fram. Í fyrsta lagi er hann algjört aukahlutverk í myndinni og svo er h...