Aðalleikarar
Leikstjórn
Létt og auðgleymd
Ég ætla að byrja á því að segja að þetta er EKKI comeback Eddie Murphy eins og svo margir gagnrýnendur hafa haldið fram. Í fyrsta lagi er hann algjört aukahlutverk í myndinni og svo er hann ekki einu sinni minnisstæður á skjánum. Það pirrar mig stundum þegar svona grínmyndir fá „lof“ gagnrýnenda (69% á RT) á meðan aðrar sígildar hverfa einfaldlega (Hot Rod – 40%). Ég er ekki að kalla þessa mynd hörmung, langt frá því en skil þetta stundum ekki.
Sagan er ágæt og þrátt fyrir að taka heljarinnar tíma að koma sér í gang heldur myndin góðu dampi og er alveg ágætlega skemmtileg þótt að nokkur atriði komu illa út, eitt mun ég samt ekki kalla þessa mynd og það er fyndin. Ég hló aldrei upphátt en „chucklaði“ að nokkrum atriðum sem ég gæti talið upp með höndinni. Málið er bara að þetta eru ekki grínleikarar sem fá góðu línurnar og svo eru „grínleikararnir“ í alvarlegri hlutverkunum. Ben Stiller á bara heima í rullum eins og í Dodgeball, þar er hann fyndinn en hér? Nei. En hann er samt alveg fínn, en samt mjög endurnotuð rútína.
Það er svo lítið hægt að segja um myndina. Jú, hún var spennandi... í svona tvær mínútur með ákveðið atriði tengt lofthæð hússins en yfir allt saman er þetta voðalega létt mynd sem skemmti mér fullkomlega en hún nær aldrei að vera meira en það. Hún er ekki klók eða neitt og það mætti líkja þessari mynd við að fara á hamborgarabúllu, bara einhverja meðal (Fabrikkan). Þú veist alveg hvað þú færð og ég verð að segjast að ég er soldið Brett Ratner-fan í þeim skilningi að ég get horft á myndirnar hans oft og lengi. Rush Hour 1,2,3 fá allavega oft að spilast í gegn heima hjá mér.
Semsagt, óminnisstæð mynd án neinna góða brandara en hinsvegar skemmtileg og með gott flæði. Engin meðmæli en það skaðar ekkert að sjá hana þótt þið ættuð ekki að eyða miklum pening í hana.
6/10
Ég ætla að byrja á því að segja að þetta er EKKI comeback Eddie Murphy eins og svo margir gagnrýnendur hafa haldið fram. Í fyrsta lagi er hann algjört aukahlutverk í myndinni og svo er hann ekki einu sinni minnisstæður á skjánum. Það pirrar mig stundum þegar svona grínmyndir fá „lof“ gagnrýnenda (69% á RT) á meðan aðrar sígildar hverfa einfaldlega (Hot Rod – 40%). Ég er ekki að kalla þessa mynd hörmung, langt frá því en skil þetta stundum ekki.
Sagan er ágæt og þrátt fyrir að taka heljarinnar tíma að koma sér í gang heldur myndin góðu dampi og er alveg ágætlega skemmtileg þótt að nokkur atriði komu illa út, eitt mun ég samt ekki kalla þessa mynd og það er fyndin. Ég hló aldrei upphátt en „chucklaði“ að nokkrum atriðum sem ég gæti talið upp með höndinni. Málið er bara að þetta eru ekki grínleikarar sem fá góðu línurnar og svo eru „grínleikararnir“ í alvarlegri hlutverkunum. Ben Stiller á bara heima í rullum eins og í Dodgeball, þar er hann fyndinn en hér? Nei. En hann er samt alveg fínn, en samt mjög endurnotuð rútína.
Það er svo lítið hægt að segja um myndina. Jú, hún var spennandi... í svona tvær mínútur með ákveðið atriði tengt lofthæð hússins en yfir allt saman er þetta voðalega létt mynd sem skemmti mér fullkomlega en hún nær aldrei að vera meira en það. Hún er ekki klók eða neitt og það mætti líkja þessari mynd við að fara á hamborgarabúllu, bara einhverja meðal (Fabrikkan). Þú veist alveg hvað þú færð og ég verð að segjast að ég er soldið Brett Ratner-fan í þeim skilningi að ég get horft á myndirnar hans oft og lengi. Rush Hour 1,2,3 fá allavega oft að spilast í gegn heima hjá mér.
Semsagt, óminnisstæð mynd án neinna góða brandara en hinsvegar skemmtileg og með gott flæði. Engin meðmæli en það skaðar ekkert að sjá hana þótt þið ættuð ekki að eyða miklum pening í hana.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ed De Stefane, Leyland Hodgson, Jeff Nathanson, Bill Collage
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. nóvember 2011
Útgefin:
22. mars 2012
Bluray:
22. mars 2012