Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Family Stone 2005

Frumsýnd: 14. desember 2005

Feel The Love.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Stone fjölskyldan hittist á Jólunum. Pabbinn er kennari í Connecticut; mamman á sér leyndarmál; það er einn sem er samkynhneigður, heyrnarlaus sonur og ástmaður hans; ófrísk dóttir og barn hennar; dóttir sem er dómhörð og blátt áfram, eins og mamma hennar; og afslappaður bróðir. Everett er elstur, og hann kemur með kærustuna Meredith með sér til að hitta... Lesa meira

Stone fjölskyldan hittist á Jólunum. Pabbinn er kennari í Connecticut; mamman á sér leyndarmál; það er einn sem er samkynhneigður, heyrnarlaus sonur og ástmaður hans; ófrísk dóttir og barn hennar; dóttir sem er dómhörð og blátt áfram, eins og mamma hennar; og afslappaður bróðir. Everett er elstur, og hann kemur með kærustuna Meredith með sér til að hitta fjölskylduna, líklega, til að biðja ömmuna um hring til að gefa kærustunni. Hún er sjálfumglöð, stíf, og talar of mikið. Fólkið tekur henni strax frekar illa. Hún hringir í systur sína til að hjálpa sér. Hvað sér Everett við Meredith, og á hún skilið að einhver elski hana eins og hún er?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég verð að viðurkenna að mér fannst þessi mynd frekar leiðinleg á köflum og það lá við að ég sofnaði. Ég fór á þessa mynd vegna þess að mér finnst SJP frekar skemmtileg leikkona og Luke Wilson og Diane Keaton leika yfirleitt vel. Luke Wilson er frábær í hlutverki Bens og að mínu mati heldur hann uppi myndinni ásamt SJP og DK. Annars fannst mér þessi mynd vera fekar væmin og fyrirsjánleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hérna. Þessi kom mér sannarlega á óvart. Hélt þetta væri bara venjuleg gamanmynd með vægri dramatík og amerískum endi. En ég fékk mikla dramatík í bland við mikinn húmor og ekki svo amerískan endi. Ég er bara fullkomlega sátt og þetta er hörkugóð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Leikarar eru vel valdir og standa sig allir frábærlega og maður skilur af hverju stóru nöfnin eru að spóka sig þarna. Það er skemmtilegur leikhússvipur á myndinni, þar sem aðalsviðsmyndin er hin myndarlegu húsakynni stórfjölskyldunnar. Sagan segir í stuttu máli frá jólafögnuði Stone fjölskyldunnar þar sem saman er komið... ja, áhugavert en býsna venjulegt fólk með sína kosti og galla. Þar eru frú Sybil (Keaton) og herra Kelly Stone(Nelson) í fararbroddi. Hinn framagjarni Everett (Mulroney) á léttrugluðu systkinin Amy (McAdams) og Ben (Wilson), bæði meiriháttar persónur og svo er heyrnarlausi bróðir þeirra Thad (Tyrone Giordano) einstaklega heillandi og á í styrku sambandi við hinn viðkunnanlega Patrick (White). Systirin Susanne (Reaser) er þessi indæla kona sem á indæla stúlku og indælan mann og eitt á leiðinni. Svo það er ekki beint rúm fyrir hina stífu Meredith (Parker) og hún er enn ver liðin hjá liðinu þegar Everett kemur með hana um jólin og hyggur á bónorð... Hún fær því hina hressu systur sína, Julie (Daines), til að koma og veita henni aðstoð við samskiptin... Misfyndnar uppákomur og fullt af tilfinningum og það kemur í ljós að Stone fjölskyldan hefur sín vandamál og hinar margbreytilegu persónur eiga meiri samleið en áður virtist. Það sem vekur svo sérstaklega athygli í myndinni er að allt heila leikaraliðið sem túlkar Stone fjölskylduna hefur lært táknmál fyrir hlutverk sín og setur það enn skemmtilegri svip á jólaupplifunina. Lítið fer fyrir tónlistinni og þagnir eru óspart notaðar til að ná fram réttri stemmingu. Endirinn kemur ekki á óvart en er samt góður og maður skilur sáttur við viðkynnin af Stone fjölskyldunni. Þar sem myndin er mjög 'djúp' á köflum hentar hún kannski frekar fullorðnum en börnum eða unglingum (gelgjurnar í salnum áttu svolítið erfitt með áhorfið) en getur þó hæglega verið fínasta fjölskylduafþreying. Ekki óttast það að þetta sé væmin fjölskylduvella, jú það er smá grátur en einnig hellings hlátur:-) En hver er svo þessi hæfileikaríki höfundur, Thomas Bezucha? Ég þekki ekki til verka hans (eina myndin sem ég fann heitir Big Eden, frá 2000, sem ég kannast ekki við) en ég á sannarlega eftir að fylgjast með honum í framtíðinni. Handrit hans og leikstjórn í The Family Stone eru til mikillar fyrirmyndar og ég segi bara meira svona! Verði ykkur að góðu og gleðileg jól :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2019

Foreldrar Súperman aftur saman

Framleiðslufyrirtækið Focus Features hefur ákveðið að setja spennutryllirinn Let Him Go í gang, en í broddi fylkingar þar verða Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Costner og Óskarstilnefnda leikkonan Diane Lane. Þau lék...

21.12.2016

Er í Rogue One en sést ekki

Í kvikmyndinni Rogue One: A Star Wars Story, sem frumsýnd var um síðustu helgi, koma ýmsir frægir leikarar við sögu. Einn þeirra nýtur þó ákveðinnar sérstöðu þar sem hann hvorki sést í myndinni, né er hægt að hey...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn