Náðu í appið
How Do You Know

How Do You Know (2010)

Everything You've Got, How Do You Know?

"How do you know when you're in love?"

2 klst 1 mín2010

Lisa er að ganga í gegnum erfiðar breytingar á sínum högum og þráir einhvers konar truflun, til að leiða hugann frá vandræðum sínum.

Metacritic46
Deila:
How Do You Know - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Lisa er að ganga í gegnum erfiðar breytingar á sínum högum og þráir einhvers konar truflun, til að leiða hugann frá vandræðum sínum. Hún kastar sér óvænt í samband með Matty, frægum hafnaboltaleikmanni, sem fer ekkert í felur með að hann er ánægður með sjálfan sig og sitt líf og hefur engan áhuga á að binda sig. Það sem átti að vera stundargaman þróast í eitthvað miklu meira og henni bregður þegar hún sér að hann er að falla fyrir henni - og það sem meira er; töffarastælarnir virðast vera til þess gerðir að fela ósvikna góðmennsku. George Madison á það sameiginlegt með Lisu að vera kominn í afskaplega vond mál. Kærastan er farin, við honum blasir gjaldþrot og hann sætir rannsókn yfirvalda vegna skuggalegra viðskipta í fyrirtækinu sem hann grunlaus rak fyrir föður sinn. En í stað þess að einbeita sér að lausn vandamálanna setur hann alla athygli sína á Lisu, eftir að sameiginlegur vinur þeirra kemur þeim saman. Þegar George og Lisa hittast á sínu fyrsta stefnumóti, uppgötva þau að stundum geta yndislegir hlutir gerst þegar allt virðist veraað fara fjandans til. Eftir að hafa verið rekin úr bandaríska hafnaboltaliðinu, og líður nú eins og hún sé orðin of gömul, þarf Lisa að endurmeta líf sitt mitt í ástarþríhyrningi, þegar skrifstofumaður, sem á í vandræðum með sjálfan sig, keppir um hylli hennar við unnusta hennar hafnaboltamanninn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Gracie FilmsUS
Road Rebel