Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, jæja, The Simpsons Movie hvar skal byrja? Ég var búinn að bíða í ofvæni eftir þessari mynd enda hef ég séð nánast hvern einasta þátt með þessari vinsælu fjölskyldu og var því vitaskuld spenntur. Ég skellti mér á frumsýningu og skalf næstum því þegar hún byrjaði, ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Myndin var með þeim betri grínmyndum sem ég hef séð og hélt hún dampi alla myndina og var ég skellihljæandi með. Ég fór með vinahópi og fékk hún misgóða dóma hjá vinum mínum og sumir sofnuðu mér til mikillar gremju. Kannski þarftu bara að elska þættina til að sjá myndina? Mér fannst einkar skemmtilegt hvernig myndin fjallaði jafnt um allar persónur fjölskyldunnar en þættirnir eiga það til að fjalla aðallega um eina til tvær af þeim og eru hinar uppfyllingarefni. Persónulega held ég að þessi mynd verði klassík og ef þú fílar þættina þá áttu eftir að elska myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei