Af hverju var Zack and Miri plakatið bannað?

 Plakatið fyrir nýjustu mynd Kevin Smith, Zack and Miri Make a Porno, var bannað af MPAA í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu, en MPAA eru þeir sem sjá um aldurstakmörkin á myndum vestanhafs. Þeir sjá til þess að ekkert ósæmilegt efni sé sýnilegt börnum okkar og ákveða aldurstakmörk eins og PG-13 og Rated R, sem má þýða lauslega yfir á bannað innan 12, 14 og 16 ára hér á Íslandi.

Ástæðan fyrir því að plakatið var bannað var af því það stendur ,,Porno“ í titlinum, en einnig vegna þess að hausarnir sjást í ósæmilegri stellingu neðst á plakatinu. Plakatið má sjá hér fyrir neðan.

Þetta virðist vera nóg fyrir MPAA, en það er greinilegt að lítið samræmi er í aðgerðum þeirra. Gott dæmi um það eru plaköt fyrir myndina Good Luck Chuck með Jessica Alba í aðalhlutverki, sjáið þau hér fyrir neðan.

Samskonar haus má sjá á neðra plakatinu, og endilega takið eftir bráðnum rjómaísnum í hendi Jessica Alba á efra plakatinu, sem kemur draumórunum eflaust í gang hjá flestum. Þessi plaköt voru talin ásættanleg af MPAA og fóru þau mikinn í markaðsherferð myndarinnar bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Kevin Smith sagðist ekki vera hissa á banni plakatsins, en finnst sjálfum það vera vel hæft til birtingar fyrir almenning.

Zack and Miri Make a Porno fjallar um Zack (Seth Rogen) og Miri (Elizabeth Banks) sem hafa verið vinir ævilangt
og ákveða að búa til klámmynd til að bæta fyrir peningaleysi sitt.
Eftir að myndavélarnar byrja að rúlla gera þau sér hins vegar grein
fyrir því að þau bera meiri tilfinningar til hvors annars en þau héldu. Hún kemur í bíó vestanhafs 31.október, en ekki er búið að ákveða dagsetningu hér á klakanum.

Tengdar fréttir

4.9.2008        Bannað plakat fyrir Zack and Miri Make a Porno


3.9.2008        Trailer fyrir Zack and Miri Make a Porno

6.8.2008        Kevin Smith hefur betur gegn MPAA!