Áhorf vikunnar (13. feb – 19. feb)

Tom Hardy og Chris Pine lentu í slag um helgina í bíó, Fríða og dýrið kom EKKI með ensku tali, Óskarsmyndin sem öllum er sama um kom og fór og bresk gamanmynd sem fáir höfðu heyrt um virtist koma ýmsum á óvart. Var nokkuð meira?

Heyrðu jú, svo var þriðja Paranormal Activity-myndin að gægjast á DVD eftir að hafa verið neitað bíódreifingu á klakanum (og það sama gæti gerst með næstu mynd).

En þá kemur upp spurning dagsins. Sást þú eitthvað af þessu í síðustu viku eða kíktirðu á eitthvað annað gamalt og djúsí?

Eða voru allir bara rólegir á því vegna þess að þeir sátu inni að lesa Hunger Games-bækurnar, bíðandi eftir myndinni, eins og ég?

Þið. Skoðanir. Tjáið. Fræðið.