Alan Cumming með tvær nýjar myndir

Leikarinn Alan Cumming ( Spy Kids ) er búinn að gera samning við Film Four framleiðslufyrirtækið um að leikstýra fyrir það tveimur myndum. Cumming leikstýrði sinni fyrstu mynd fyrir stuttu, og heitir sú mynd The Anniversary Party, og fannst Film Four svo mikið til um að þeir buðu honum tveggja mynda samning. Nefnist sú fyrsta Gardener´s Question Time og fjallar um vinahóp ungs fólks sem heldur hópinn um 10 ára skeið þrátt fyrir að þau vaxi mikið í sundur og samband þeirra taki miklum stakkaskiptum. Diva nefnist seinni myndin, og mun Cumming einnig leika aðalhlutverkið í myndinni ásamt því að leikstýra. Fjallar sú mynd um mann sem smám saman fær þráhyggju fyrir konunum sem eiga heima í íbúðinni á móti hans.