Aldrei fengið styttuna þrátt fyrir tuttugu tilnefningar

KevinOConnellMargir virðast vera slegnir yfir því hversu oft leikarinn Leonardo DiCaprio hefur þurft að bíta í það súra á Óskarsverðlaununum. Leikarinn hefur verið tilnefndur alls fimm sinnum og þ.á.m. fyrir hlutverk sitt í The Wolf of Wall Street, sem fékk engin verðlaun á hátíðinni í gærkvöldi.

Kvikmyndatökumaðurinn Roger Deakins hefur einnig verið í umræðunni, en hann hefur tilnefndur til ellefu Óskarsverðlauna. Meðal annars fyrir kvikmyndirnar The Shawshank Redemption og Fargo.

Hljóðmaðurinn Kevin O’Connell hefur þó verið tilnefndur oftar en þeir tveir til samans og á hann alls tuttugu tilnefningar í pokahorninu, en aldrei fengið verðlaun. O’Connell hefur hljóðblandað kvikmyndir í meira en tvo áratugi og má þar telja myndir á borð við Top Gun, A Few Good Men og Armageddon.

O’Connell á núverandi met yfir þá sem eiga flestar tilnefningar en aldrei unnið og hér má sjá allar þær kvikmyndir sem hann hefur verið tilnefndur fyrir á ferlinum.

Stikk: