Allt á hvolfi í Upside Down stiklunni

Skrítnasta stikla mánaðarins er dottin á netið og ljóst er að rómantíska spennumyndin Upside Down verði ein mynd súrasta mynd ársins 2012, en mögulega líka ein sú frumlegasta. Ég sé ekki betur en að hún verði allavega ein sú forvitnilegasta.

Þau Jim Sturgess og Kirsten Dunst fara með aðalhlutverkin (persónur þeirra heita Adam og Eve – sem er augljós ávísun á sterkan „symbolisma“ í sögunni) og leikstjórnin er í höndum hins argentínska Juan Diego Solanas, sem er ekkert svo rosalega þekktur en engu að síður hefur hann hlotið talsverða virðingu í Evrópu. Ekki er alveg vitað hvenær myndin verður gefin út. Í augnablikinu er einungis vitað það að hún verði frumsýnd í Hollandi í sumar – samkvæmt IMDb.

Tékkið á þessum franska trailer fyrir myndina. Hann mun ábyggilega vekja upp einhverjar umræður.