American Hustle er nýjasta mynd leikstjórans Davids O. Russell sem á m.a. að baki verðlaunamyndirnar Silver Linings Playbook, The Fighter og Three Kings.
Myndin verður frumsýnd á föstudaginn og bíða eflaust margir spenntir eftir því að sjá Christian Bale í hlutverki svindlarans Irving Rosenfeld. Með önnur hlutverk fara m.a. með Amy Adams, Bradley Cooper og Jennifer Lawrence. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og má sjá brot af þeim hér fyrir neðan.
Eins og áður segir fjallar myndin um blekkingameistarann Irving Rosenfeld sem ásamt aðstoðarkonu sinni og ástkonu, Sidney Prosser (Amy Adams), sem hefur lengi leikið lausum hala röngum megin við laganna strik. Það kemur hins vegar í bakið á honum þegar alríkislögreglumaður að nafni Richie DiMaso neyðir þau Sidney til að aðstoða sig við að spenna gildru fyrir mafíuna í Jersey í því skyni að koma upp um alvarlegt spillingarmál.
American Hustle verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllinni á Akranesi