Meistarastykki Akira Kurosawa, Rashomon frá 1950, er ein af þessum myndum sem hefur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndasöguna. Frásagnarstíllinn (mörg mismunandi sjónarhorn af ákveðnum atburði) hefur leitt til ýmissa eftirlíkinga, sum góð (The Usual Suspects, Reservoir Dogs), önnur.. tjah… Ekki svo góð (Basic, Hoodwinked).
En þrátt fyrir að þessi formúla sé margnotuð í dag mun það hvergi stoppa amerísk stúdíó frá því að endurgera Rashomon.
Búið er að ákveða að myndin muni líta dagsins ljós árið 2010, og mun myndin gerast í nútímanum í bandaríkjunum, í stað Japans.
Óvíst er enn hverjir leika eða hvaða leikstjóri verði við stjórnvöllinn, en augljóst er að margir hörðustu kvikmyndaáhugamenn verði ekki sáttir við þessa mynd, enda upprunalega myndin talin vera algjör perla.
Sá einhver Vantage Point annars?

