Eitt af tveim þekktustu verkum rússneska rithöfundarins Leo Tolstoy um háborna dramatík hefur tekist að rata á ný á hvíta tjaldið með þeim Kiera Knightley, Jude Law, Kelly McDonald, og Aaron Johnson í aðalhlutverkum. Myndin er leikstýrð af hinum margvirta Joe Wright sem færði okkur þekktustu kvikmyndaútgáfuna af Pride & Prejudice og var talinn líklegur til sigurs vorið 2008 til að hreppa óskarinn með myndinni Atonement.
Verk Tolstoy eru engin lömb að leika við, hvort sem maður sé lesandi þeirra eða ef einhver ákveður að færa sögurnar hans yfir á stóra skjáin. Meistaraverkið hans, War & Peace (Stríð og Friður), var gerð að dýrustu kvikmynd/kvikmyndaseríu allra tíma árið 1965 og heldur enn staðföstu dauðagripi í þann titil. En í dag myndi sú mynd/myndasería (eða mínísería) kosta í kringum 700 milljónir dollara.
Einnig ber að nefna að handritshöfundur myndarinnar er engin annar en Tom Stoppard, maðurinn sem er svo sannarlega þungavikt í sínum starfsgeira. En hann skrifaði meðal annars handrit fyrir myndirnar Empire of the Sun, Brazil, Shakespeare in Love, og Rosencrantz & Guildenstern are Dead. En sú síðast nefnda gefur til kynna að hann gæti hugsanlega verið besti valkosturinn fyrir framleiðslu Anna Karenina.
Hér fyrir neðan má sjá stórflottu stiklu myndarinnar:
Væntingar mínar fyrir myndinni hafa nú skotist mun hærra en ég bjóst við og hún er klárlega komin á topp 5 listann minn yfir mest spennandi myndir ársins (það sem eftir er), en við eigum enn von á að fá slatta af gæðamyndum síðar á árinu þannig þar er nóg að velja úr.
Hvernig lýst ykkur lesendum á þessa? Og hversu mörg ykkar hafa lesið eða kynnt sér verk Tolstoy?