Aðdáandi skapar eigin Incredibles 2

Allir sem sáu hið stórkostlega hugarfóstur Brad Birds, The Incredibles, úr smiðju Pixar hafa lengi óskað eftir framhaldsmynd, en Brad hefur sjálfur sagt að hann langi virkilega að gera framhaldið og segist bíða þangað til hann hafur mótað góða sögu fyrir hana.

Metnaðarfulli aðdáandinn Edwin Rhemrev gat þó ekki beðið lengi og hóf að skissa hugmyndir fyrir sína eigin framhaldsmynd um Parr-fjölskylduna.  Á bloggi hollenska listamannsins greinir hann frá því að um borð í lestarferð fékk hann innblástur af hvernig næsta ævintýri fjölskyldunnar myndi líta út.

Hann takmarkaði myndirnar sem hann skissaði í sjö listrænar ljósmyndir sem tekst að gefa góða hugmynd af tón, hasar og útlitinu sem hann myndi vilja sjá í sinni eigin framhaldsmynd:

 

Eins og þið sjáið lagði Edwin mikinn metnað í þetta ótrúlega aðdáendaverkefni og vonast til að þessar ljósmyndir nái til Pixar þannig að hann geti smitað þá af áhuga sínum fyrir framhaldsmynd (ekki söguþræði hans, heldur bara framhaldi yfir höfuð).

Teiknimyndagúrúinn í mér stóðst ekki mátið og þurfti einfaldlega að deila þessu ótrúlega ástríðufulla aðdáendaverkefni. Hvernig líst ykkur á þessar myndir og hugmyndir hans Edwins, langar ekki alla annars að sjá nýja Incredibles kvikmynd?