Arrested Development ekki meir?

Kvikmyndir.is virðast vera að reyna að gera íslandsmet í
fjölda niðurdrepandi frétta í röð, á afþreyingarsíðu, því hér kemur
þriðja „slæma
fréttin“
í röð.

Eins og flestir aðdáendur Arrested Development vita þá hefur
kvikmynd eftir þáttunum verið nokkuð lengi bígerð. Líklegt var talið að
tökur ættu eftir að hefjast seint á þessu ári, en annað gaf leikarinn David Cross
(Tobias í
þáttunum) upp, í nýlegu viðtali við TV Squad. Þar segist hann hafa mjög
litla
trú á því að myndin verði nokkurntíma að raunveruleika. Ástæðurnar sem
hann
gefur upp fyrir því eru að sá hópur af fólki sem bundinn er við
kvikmyndina sé
allt of upptekinn við að gera aðra hluti. Auk þess finnst honum of
langur tími
hafa liðið frá endalokum þáttanna og að leikararnir séu einfaldlega
orðnir of
gamlir til þess að hægt sé að halda sögunni áfram þar sem henni lauk.

En Cross ræður sem betur fer ekki yfir örlögum myndarinnar
svo þeir sem bíða spenntir eftir henni ættu endilega að halda í
vonina
þangað til
annað kemur í ljós. Við hérna á síðunni fylgjumst allavega vel með allri
nýrri
þróun á þessu máli.