Ashton orðinn gamall Steve Jobs

Við höfum sagt nokkrar fréttir að undanförnu af nýju myndinni jOBS um ævi Steve Jobs heitins annars stofnanda Apple tölvu- og hugbúnaðarrisans, en myndin var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni sem lauk um síðustu helgi.

Ashton Kutcher , sem leikur Steve Jobs í myndinni, þurfti að reyna að líkjast Jobs sem mest hann mátti, og miðað við þessa mynd sem leikarinn setti á Twitter síðu sína, þar sem hann ber sjálfan sig saman við Jobs, þá tekst honum þetta ansi vel.
Þarna er hann kominn í hina frægu svörtu rúllukragapeysu Jobs, búinn að setja upp hringlóttu gleraugun og hárið er orðið þynnra.

„Takk Sundance, fyrir stuðning ykkar við jOBS,“ tísti Kutcher í síðustu viku og lét fylgja með myndina hér til hliðar.

jOBS kemur í almennar bíósýningar í Bandaríkjunum 19. apríl nk.

 

Stikk: