Stikla fyrir teiknimyndina Despicable Me 2, eða Aulinn ég 2, er komin á netið, en fyrri myndin sló í gegn árið 2010, og þénaði meira en 540 milljónir Bandaríkjadala um allan heim, og varð 10. stærsta teiknimyndin í sögu Bandaríkjanna.
Næsta sumar, sumarið 2013 er von á framhaldinu, og hér að neðan er ný stikla úr myndinni:
Það eru Universal Pictures og Illumination Entertainment sem framleiða myndina eins og þá fyrri. Í myndinni snýr Gru, sem leikinn er af Steve Carell, til baka, sem og stúlkurnar og hinir mjög svo óútreiknanlegu og fáránlega fyndnu skósveinar, auk ýmissa annarra skemmtilegra persóna.

