Heyrst hefur að þeir hjá Sony Pictures eru byrjaðir að þróa þriðja eintakið í Bad Boys-seríunni. Peter nokkur Craig (The Town, Cowboy Bebop) hefur verið ráðinn til að penna handritið og vonast er eftir að sameina helstu aðstandendur aftur: leikstjórann Michael Bay, framleiðandann Jerry Bruckheimer og auðvitað Will Smith og Martin Lawrence.
Það er a.m.k. vitað að mikið bjartsýni er fyrir myndinni. Flestir segjast vilja snúa aftur ef „sagan er nógu góð“ (hmm?). Eini vandinn er að allir þessir fagmenn (Lawrence ekki talinn með) eru orðnir mikið dýrari en áður þannig að þetta getur orðið frekar kostnaðarsöm framhaldsmynd, e.t.v. meira svo heldur en síðasta Bad Boys-mynd, sem kostaði $130 milljónir (sem er skrambi mikið fyrir „R-rated“ hasarmynd).
Ef þessi mynd verður að veruleika er reiknað með því að hún komi út árið 2011, en þá hafa liðið 8 ár milli mynda.

