Þær gefast ekki upp

poppgyðjurnar. Þær halda áfram að reyna að slá í gegn á hvíta tjaldinu þrátt fyrir afar misjafnar móttökur. Þeirri sem gengið hefur einna best, Mandy Moore ( A Walk to Remember ), er nú komin með nýja mynd í bígerð. Nefnist hún A Summer Place, og er endurgerð samnefndrar rómantískrar myndar frá 1959. Myndin fjallar um tvo unglinga sem eiga rómantíska sumarást saman, meðan faðir annars og móðir hins kveikja aftur í gömlum glæðum og verða sjálf ástfangin upp á nýtt. Kenneth Edmonds framleiðir myndina fyrir Warner Bros. Tökur hefjast einhverntíma á næsta ári, og leit að leikstjóra er þegar hafin.