Taívanskur maður lést og nokkrir eru slasaðir eftir að þak féll á verkamenn sem voru að undirbúa tökustað fyrir nýjustu mynd leikstjórans Martin Scorsese.
Verkamennirnir höfðu verið fengnir til þess að gera við byggingu sem þótti vera varasöm við tökur.
Í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að allir þeir sem vinna við myndina séu í áfalli og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu hins látna og þeirra slösuðu. Leikstjórinn er einnig sagður vera í áfalli og afar sorgmæddur.
Aðstandendur myndarinnar telja þó ólíklegt að þetta hafi áhrif á tökuplan myndarinnar.
Myndin, sem ber heitið Silence, verður frumsýnd á næsta ári og skartar þeim Liam Neeson, Adam Driver og Andrew Garfield í aðalhlutverkum.