Bandaríska The Raid með aðalleikara?

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Screen Gems hefur boðið leikaranum Taylor Kitsch aðalhlutverk í endurgerð indónesíska tryllisins The Raid samkvæmt frétt Movieweb.com

taylor

Upplýsingarnar eru þó ekki staðfestar, enda er vísað til þess í fréttinni frá ónefndum aðila sem þekkir til málsins, að enn sé langt í land í að samningar náist.

Það gæti líka spilað inn í að Taylor Kitsch er mögulega að fara að leika í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum True Detective en þetta tvennt þarf þó ekki að rekast á, samkvæmt vefnum.

The Purge: Anarchy leikarinn Frank Grillo sagði frá því í júní sl. að hann væri þá þegar búinn að skrifa undir samning um að leika í endurgerðinni. Upphaflega átti að hefja tökur í september nk., en búið er að fresta tökum fram í fyrsta fjórðung næsta árs.

Endurgerðin á að gerast í heimi hraðsveita fíkniefnalögreglunnar bandarísku ( DEA ).

Leikstjóri er Patrick Hughes (The Expendables 3) og handrit gerir Brad Ingelsby (Out of the Furnace).

Taylor Kitsch lék nú síðast í Lone Survivor og The Normal Heart og sést næst í The Grand Seduction.