Tímaritið LA Times tók Batman-tengt viðtal við Christopher Nolan fyrir stuttu og þó svo að hann hafi ekki kosið að segja frá miklu, þá gaf hann upp opinbera titil myndarinnar.
Hörðustu Batman-aðdáendur hafa lengi spekúlerað yfir hvað þessi þriðja mynd mun heita. Sumir hafa skotið á The Caped Crusader, aðrir The Dark Knight Returns. Menn vissu allavega að heitið Batman 3 kom alls ekki til greina. Nú geta menn hætt að velta þessu fyrir sér, því opinbera heiti myndarinnar er THE DARK KNIGHT RISES.
Nolan sagði annars ekki frá miklu í tengslum við innihald myndarinnar, annað en að The Riddler yrði EKKI illmennið í myndinni (grínlaust). Hann bætti því við að myndin verður ekki skotin í þrívídd. Flottur, Chris!
Þið getið lesið meira um þetta allt hér.
En hvað segið þið? Þurr og ófrumlegur titill eða býsna svalur?
T.V.


