Það gerist örsjaldan að leikir sem eru aðallega ætlaðir börnum verða risastórt hit hjá fullorðnu fólki. Legó tölvuleikjaserían hefur dottið sterk þar inn. Helsta ástæðan fyrir því er sú leikirnir taka frægar kvikmyndir og umturna þeim í spilanlegan Lego leik. Sem dæmi má nefna Star Wars myndirnar, Indiana Jones, Pirates of The Carribbean og seinna á þessu ári kemur svo Lego Lord of The Rings. En 2008 tóku þeir Batman karakterinn fræga og Legó’u hann. Komið er nú framhaldið þar sem Batman og Robin fá alla félaga sína frá Justice League sér til hjálpar gegn ofurskúrkunum Lex Luthor og Joker.
Ég datt fyrst inn í þessa seríu þegar Star Wars leikirnir komu út á sínum tíma, og skemmti mér alveg konunglega í þeim ef ég á að segja satt. Síðan þá hef ég reyndar ekki spilað neitt af þessum leikjum, ég hef prufað suma en alfarið sleppt því að spila þá. Breytingarnar sem áttu sér stað frá því að spila Star Wars yfir í að spila Batman voru þá svakalegar. Það er ekki lengur til staðar lítið „hub“ eins og leikurinn kýs að kalla það, þar sem þú stekkur í það mission sem þig langar að spila. Því hefur verið skipt út fyrir opinn heim, og færðu að ferðast um Gotham að vild sem Batman, Superman eða hvaða karakter sem þú ert að spila. Borðin eru þó enn lokuð, en á milli þeirra má finna fullkomið frelsi.
Það kemur þó ekki algjörlega gallalaust að stökkva yfir í opinn heim. Það er ekkert kort á skjánum, og muntu lenda oft í því að þurfa smella á pásu á nokkura sekunda fresti til að sjá hvort þú sért ekki örugglega á réttri leið. Það getur líka verið algjört bögg að ferðast á milli staða, þar sem bíllinn getur verið óstjórnanlegur á punktum eða þá að þú sért algjörlega bíl laus. Og nema þú sért Flash eða karakter sem getur flogið, þá er það langt frá því að vera skemmtilegt. En annars er það yfir höfuð miklu skemmtilegra að geta leikið sér aðeins í opnum heimi, í staðin fyrir að vera bundinn á einum stað.
Lego serían hefur alltaf verið þekkt fyrir það að gera húmor og sjarma að mikilvægari hlut en alvarleika, enda eru þetta nú bara legó kubbar. Hér á ferð er engin undantekning, og byrjar leikurinn á mögulega stærsta pop culture brandara sem ég hef séð í langan tíma. Ekki bara er hákarla atriði Adam Wests endurgert, heldur færðu að spila í gegnum það. Travellers Tales ganga svo langt með það að bæði þjóna og stríða aðdáendum seríunnar að bæði er Robin nær samkynhneigður og Mr. Freeze lítur út og hljómar eins og Arnold S. TT fá þar risastóran plús fyrir það eitt að þjóna fólkinu sem virkilega elskar leðurblökumanninn.
Ég veit ekki með ykkur, en mér fannst alltaf miklu skemmtilegra að leika mér í playmo með vini mínum (já ég var playmo gaur, deal with it). Lego leikirnir eru engin undantekning og er jafn auðvelt og alltaf fyrir félaga að stökkva inn hvenær sem er. En eina sem ég undra mig á er afhverju netspilun er ekki ennþá kominn inn í þessu flottu seríu. Hvort sem þeir hafa ákveðið að sleppa því alfarið veit ég ekki, en leikirnir bjóða fullkomlega upp á það.
Spilunin er skemmtileg, grafíkin er skemmtileg og hönnunin á borðunum er algjört gull. Pop Culture tilvitnanirnar eru frábærar þegar þær koma. Ýmis atriði eins og skortur á netspilun, gallar með kort og „meh“ söguþráður rífa hann þó niður. En það er ekki vafi á því að þú fáir það sem þú borgir fyrir, þar sem ég var búinn með 20% eftir að hafa spilað söguþráðinn. Það er nær endalaust hægt að safna í þessum leikjum. Lego Batman 2: DC Super Heroes er því frábær viðbót bæði fyrir fullorðna sem krakka.