Benigni og Gosi

Nýjasta mynd gleðipinnans Roberto Benigni ( Life is Beautiful ) en það er mynd um brúðustrákinn Gosa sem vill vera alvörustrákur, hefur nú tafist vegna fullkomnunaráráttu leikstjórans. Benigni vill víst hafa allt fullkomið og hættir ekki fyrr en hann telur að svo sé orðið. Því hafa tökur tafist svo mikið að aðeins um helmingur myndarinnar er tilbúinn og það lítur út fyrir að myndinni verði frestað, en hún átti að vera frumsýnd 20. desember.