Öskudagurinn hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum landsmönnum eða netverjum sem stunda samfélagsmiðla. Eins og ýmsum er kunnugt hefst þessi dagur ávallt á sjöundu viku fyrir páska og er yfirleitt á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagur þessi á sér langa sögu sem rekja má til þess siðar að ösku af brenndum pálmagreinum var dreift yfir höfuð iðrandi kaþólskra kirkjugesta og var oft notaður til þess sérstakur vöndur.
Í gegnum áraraðirnar hefur þó dagurinn tekið á sig ýmis form og tengja hann flestir landsmenn núna við börn sem klæðast ýmsum búningum og ganga á milli húsa í leit að sælgæti.
Að gefnu tilefni má finna þráð á Facebook-hópnum Kvikmyndaáhugamenn, þar sem nokkur Bjarni Þór Árnason spyr hópinn hver er uppáhalds búningur fólks úr kvikmyndasögunni. Bjarni segir sjálfur tvennt koma til greina í sínu vali. Annars vegar Batman-búningurinn sem Michael Keaton klæddist í kvikmyndinni frá árinu 1989 og hins vegar brynjuklæðin sem Gary Oldman gerði fræg þegar hann lék burðarhlutverkið í Dracula frá ‘93.
Í spjallþræði færslunnar stendur ekki á svörum, en hér að neðan má finna ýmis dæmi um búninga sem notendur hópsins lögðu til og telja bera af.
Þýðir þá auðvitað ekki annað en að spyrja lesendur hvaða búningur væri fyrir valinu hjá þeim, enda af nægu að taka.