Betra vídeósvæði komið!

Kvikmyndir.is hefur mikið farið stækkandi á undanförnu ári, bæði í fídusum og notendafjölda. En vefurinn er ekki nálægt því að stoppa hér, og rétt í þessu var að opnast glæný undirsíða fyrir vídeó síðunnar: Kvikmyndir.is/TV.

Þessi síða er enn í vinnslu en heildarsvipurinn er kominn. Þægilegast verður að skoða öll bíóbrot hérna, hvort sem það eru trailerar eða aukaefni. Einnig verður meiri vinna lögð í að uppfæra vídeóin núna þannig að hægt verður að finna eitthvað nýtt með stuttu millibili.

Ég minni á að þið getið alltaf sent inn tillögur eða ábendingar á kvikmyndir@kvikmyndir.is. Um að gera að hjálpast að að gera vefinn betri.