Bíódagar Græna Ljóssins 2009!

Kvikmyndaveislan Bíódagar 2009 verður haldin í Háskólabíói 17. apríl – 4. maí og verða þá 17 gæðamyndir frumsýndar á 17 dögum.

Opnunarmyndin er íslenska heimildarmyndin Me and Bobby Fischer eftir Friðrik Guðmundsson.

Um opnunarmyndina
Veistu þá er vin átt.., segir í Hávamálum, bálki hins forna siðar. Sæmundur Pálsson er sannur fulltrúi kjarnans í þeim gildum og hefur hjartalag þess sem þarf hvorki lögbók til að skilja réttlæti né kirkjurit til að kenna sér hvað kjarni vináttunnar felur í sér. Sæmi Rokk, var smiður eins og Frelsarinn og lögreglumaður, sem þekktari var fyrir að grípa til dansspora fremur en barefla þegar sætta þurfti illdeilur.

Þegar „collect“ símhringing vekur hann um miðja nótt berst neyðarkall frá gömlum vini á hinni hlið jarðkringlunnar. „Mér hefur verið rænt af vondum mönnum“- segir: Bobby Fischer, besti skákmaður allra tíma og einkavinur Sæma, sem hann þó hafði ekki hitt í 33 ár. Honum þarf Sæmi að bjarga.

Eftirlaunaþeginn ýtir öllu til hliðar og heldur þvert yfir hnöttinn til ad frelsa vin sinn úr svartholi í Japan. Brjáluð mynd sem enginn brjálæðingur má láta framhjá sér fara.

Hinar 16 myndirnar í stafrófsröð

Bigger Faster Stronger: http://www.imdb.com/title/tt1151309/

Boy A: http://www.imdb.com/title/tt1078188/

Cocaine Cowboys 2: Hustlin’ With the Godmoter: http://www.imdb.com/title/tt1176726/

Flash of Genius: http://www.imdb.com/title/tt1054588/

Frozen River: http://www.imdb.com/title/tt0978759/

Garbage Warrior: http://www.imdb.com/title/tt1104694/

Gomorra: http://www.imdb.com/title/tt0929425/

Hunger: http://www.imdb.com/title/tt0986233/

Man on Wire: http://www.imdb.com/title/tt1155592/

Me and Bobby Fischer – OPNUNARMYND

Not Quite Hollywood: http://www.imdb.com/title/tt0996966/

Slacker Uprising: http://www.imdb.com/title/tt0850669/

Sunshine Cleaning: http://www.imdb.com/title/tt0862846/

Die Welle (The Wave): http://www.imdb.com/title/tt1063669/

Two Lovers: http://www.imdb.com/title/tt1103275/

Wordplay: http://www.imdb.com/title/tt0492506/

Young at Heart: http://www.imdb.com/title/tt1047007/

Ítarlegar upplýsingar, sýnishorn og fleira úr öllum myndunum má brátt finna á Kvikmyndir.is.