Þá höfum við loks ákveðið að byrja aftur með gamla góða Bíótalið, sem áhugasamir geta séð á vídeospilaranum á forsíðunni. Kick-Ass, Clash Of The Titans og The Hangover voru fyrstar fyrir valinu.
Þættirnir voru skapaðir af mér og Sindra Gretarssyni í desember 2007. Þeir gengu í hálft ár og enduðu með The Dark Knight um sumarið 2008. Markmið þessara þátta er að rýna í kvikmyndir (nýjar sem og gamlar) og tæta í sundur þær sem eiga það skilið. Ástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að byrja aftur með þá er sú að við höfum fengið rugl mikla pressu frá notendum til að halda áfram með þetta, og ákveðin grúppa á Facebook sannfærði okkur enn frekar.
Við hvetjum notendur til að senda hugmyndir á kvikmyndir@kvikmyndir.is og jafnvel gefa álit.
Þökkum stuðninginn og hlökkum einnig til að sjá hvað verður úr þessu núna.

