Black Panther bakvið tjöldin – Fyrsta aukaefni!

Gærdagurinn var sannkölluð veisla fyrir gesti Comic-Con afþeyingarráðstefnunnar í San Diego í gær, en þá voru, eins og við greindum frá í gær, frumsýndar stiklur úr ýmsum væntanlegum myndum, eins og King Arthur: The Legend of the Sword, Justice League og Kong: Skull Island. Við þetta hefur nú bæst sérstakt myndband sem fjallar sérstaklega um ofurhetjuna Black Panther, en eins og þeir vita sem sáu hina frábæru Captain America: Civil War fyrr á þessu ári, þá átti pardusinn sterka innkomu í þeirri mynd og boðað var í kjölfarið að sérstök mynd um hann væri í vinnslu.

MARVEL'S CAPTAIN AMERICA: CIVIL WAR

Í myndbandinu er rætt stuttlega við Kevin Feige framleiðanda myndarinnar, þar sem hann segir frá því afhverju Black Panther er með í myndinni. Chadwick Boseman, sem leikur Pardusinn, er einnig í samtali og segist ekki hafa verið lengi að taka hlutverkið að sér þegar honum var boðið það. Ennfremur tjá leikarar myndarinnar, þau Robert Downey Jr. og Scarlett Johanssonn sig um Black Panther.

Um er að ræða fyrsta aukaefnið sem sýnt er úr myndinni. Myndbandið er 60 sekúndna langt og ber titilinn United We Stand, Divided We Fall – The Making of Captain America: Civil War Part 1 & 2.

Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan, og þar fyrir neðan er hulstrið á væntanlegum Blu-ray diski með myndinni:

CAPTAIN+AMERICA-+CIVIL+WAR