Guy Hamilton, sem er best þekktur fyrir að leikstýra fjórum sígildum James Bond myndum, þar á meðal Goldfinger, er látinn, 93 ára að aldri.
Hamilton fæddist í París en lærði í Englandi. Hann yfirgaf Frakkland og gekk í breska herinn, en myndir hans voru gjarnan með hernaðar-undirtóni sbr. myndina The Colditz Story, sem var best sótta mynd hans á sjötta áratugnum, og A Touch Of Larceny en fyrir hana fékk hann fyrstu og einu tilnefningu til BAFTA verðlaunanna bresku.
Á fimmta og sjötta áratugnum var hann aðstoðarleikstjóri Carol Reed við The Fallen Idol, The Third Man (Hamilton var staðgengill Orson Welles í nokkrum atriðum) og Outcast Of The Islands, áður en hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd The Ringer, árið 1952.
Á eftir fylgdu Kirk Douglas myndin The Devil’s Disciple, Michael Caine myndirnar Battle Of Britain og Funeral In Berlin, og Harrison Ford myndin Force 10 From Navarone.
Hamilton hafnaði því að leikstýra Batman árið 1989.
Hamilton verður aðallega minnst fyrir Bond myndirnar Goldfinger, Diamonds Are Forever, Live And Let Die og The Man With The Golden Gun.
Hamilton lést á Majorca. Hann var tvífráskilinn. “ Þú getur eiginlega ekki breytt formúlunni,“ sagði hann eitt sinn um Bond seríuna. „Þú getur bara reynt að setja þinn svip á þær.“