Þessi Gullkorn birtust fyrst í októberhefti Mynda mánaðarins.
Það er gaman að leikstýra og allt öðruvísi en að vera leikstýrt … ég meina … stundum er meira fjör að vera frekar málarinn en málningin.
– George Clooney.
Ég elska fólk. Mér finnst fólk vera falleg dýr. Og ég er þannig dýr. Og listamaður.
– Tom Hardy.
Ég get alveg glaðst með fólki sem finnur hamingjuna í hjónaböndum. En sú skuldbinding er ekki fyrir mig. Ég er ánægð með frelsið.
– Charlize Theron.
Mig langar til að leika í vísindaskáldsögu. Mig langar reyndar mest til að leika geimveru. Ég held ég yrði góður sem geimvera.
– Michael Peña, um draumahlutverkið.
Eitt það versta sem ég hef þurft að gera var að borða 40 ísa við tökur á einu atriði í Killing Me Softly.
– Ben Mendelsohn.
Ég hef aldrei drukkið áfengi og hef ekki einu sinni bragðað áfengi. Ekki einn dropa. Það var alkóhólismi í fjölskyldunni og mér fannst alveg hræðilegt að sjá fólk sem ég þekkti missa algjörlega stjórn á sér. Ég ákvað að það myndi aldrei koma fyrir mig.
– Bryce Dallas Howard.
Að vera í og halda sér í góðu formi er besta ráðið gegn þunglyndi og kvíða. Eftir góða æfingu þá flæðir endorfínið um líkamann og manni líður vel, bæði líkamlega og í huganum.
– Chris Pratt.
Eina myndin sem mér finnst synd að hafi ekki orðið vinsælli en hún varð er Sky Captain and the World of Tomorrow. Ég held að sú mynd hafi einfaldlega verið á undan sínum tíma.
– Jude Law.
Ef karakterinn er eitthvað skrítinn og jafnvel eitthvað mikið bogið við hann þá hringja þeir í mig. Ef karakterinn er venjulegur maður úti í bæ sem glímir við hversdagslega hluti þá hringja þeir í einhvern annan.
– Paul Giamatti.
Mig langar til að komast í þá stöðu sem leikari að öðlast fullkomið vald yfir því sem ég vil taka að mér. Ég held samt að sá dagur muni aldrei koma.
– James Marsden.
Alveg sama hver þú ert og hvaðan þú kemur, að vera góður við aðra er bæði ókeypis og auðvelt, og um leið besta auglýsing sem hægt er að fá.
– Dwayne Johnson.
Ég á enn smámöguleika á að fá hlutverk ef þær Scarlett Johansson og Keira Knightley eru uppteknar.
– Rose Byrne.
Ég held að ég hljóti að vera eina leikkonan sem eftir er í heiminum sem hefur ekki lesið Fifty Shades of Gray. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt neina nýlega sem hefur ekki lesið hana.
– Carla Gugino.
Uppáhaldsmyndin mín? Raging Bull. Ég sá hana að minnsta kosti fimmtíu sinnum í bíó. Ég vildi verða ítalskur.
– Sam Rockwell.
Líf mitt hefur farið langt fram úr draumum mínum enda dreymdi mig aldrei að líf mitt yrði svona.
– Renée Zellweger.
Eini metnaður minn á mínum yngri árum var að geta borgað leiguna mína. Um leið og ég gat það þá þurfti ég ekkert meira.
– Adrien Grenier.
Ég fer til Chicago hvenær sem ég hef lausan tíma fyrir sjálfan mig. Mér finnst Chicago fegursta borg í heimi.
– Jeremy Piven.
Mér er alveg sama hvað ókunnugt fólk les um mig eða segir. Ég hef bara áhuga á að fá að vinna mína vinnu.
– Haley Joel Osment.
Þessir stóru bardagar sem ég vinn bæta alveg upp alla litlu bardagana sem ég hef tapað.
– Ronda Rousey.