Bossar í bíómyndum

Fyrr í vikunni birtum við mynd af leikaranum Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs, en myndin jOBS um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar nk.

Til gamans þá eru hér að neðan myndir af fleiri leikurum sem leikið hafa forstjóra í bíómyndum:

 

James Woods lék síðasta forstjóra Lehman Brothers, Richard Fuld, í sjónvarpsmyndinni stórgóðu frá 2011, Too Big to Fail.

Anthony Michael Hall lék Bill Gates, einn af stofnendum Microsoft hugbúnaðarrisans, í myndinni Pirates of Silicon Valley. Myndin er sjónvarpsmynd frá árinu 1999.

Leonardo DiCaprio, til vinstri á myndinni, lék viðskiptajöfurinn Howard Hughes, í mynd Martin Scorsese, The Aviator, frá árinu 2004.

Jason Robards lék Howard Hughes í annarri mynd, Melvin and Howard, frá árinu 1980.

Í myndinni Pirates of Silicon Valley var það Noah Wyle, sem er best þekktur sem John Carter úr sjónvarpsþáttunum Bráðavaktin, sem lék Steve Jobs.

Ashton Kutcher leikur Steve Jobs í myndinni jOBS, en myndin verður lokamyndin á Sundance hátíðinni í janúar nk.

Steven Spielberg leikstýrði Liam Neeson,til hægri á myndinni, í hlutverki þýska iðnjöfursins Oskar Schindler í myndinni Schindler’s List frá árinu 1993.

Russell Crowe lék Jeffrey Wigand, fyrrum yfirmann hjá tóbaksfyrirtækinu Brown & Williamson, í myndinni The Insider,frá árinu 1999.

Jesse Eisenberg var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg , í myndinni The Social Network.

Ef þú manst eftir fleiri forstjórum í bíómyndum þá máttu endilega skrifa þá í spjalkerfið hér að neðan.