Leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie hefur komið víða við í gegnum tíðina, en meðal þess sem þau hafa reynt sig við er leiklist, leikstjórn, mannúðarstörf og fyrirsætustörf. Nú eru þau um það bil að fara að bæta einni rósinni enn í hnappagatið, en þann 15. mars nk. munu þau setja sitt eigið róasavín á markaðinn.
Það var árið 2008 sem þau Jolie og Pitt leigðu sér og festu síðan kaupa, vínekru í Frakklandi. Nú hafa liðið nokkur ár og parið er nú komið út í vínframleiðslu af fullum krafti.
Vínið sem er væntanlegt á markaðinn heitir í höfuðið á búgarðinum þeirrra, Miraval. Um er að ræða bleikt rósavín árgerð 2012, í rómantískri flösku.
Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni þá er framleiðslan í raun gerð í samstarfi við frönsku Perrin fjölskylduna sem er þekkt víngerðarfjölskylda. Hagnaði af sölu vínsins verður skipt á milli Perrin fjölskyldunnar og Jolie og Pitt.
Að auki mun vörumerkið skarta öllum nöfnunum þremur, þ.e. Jolie-Pitt og Perrin.