Bræður kyssast – Eldar brenna í lokaþætti Iceguys

Það gengur mikið á í lokaþætti þriðju Iceguys sjónvarpsþáttaraðarinnar vinsælu á Sjónvarpi Símans. Dramatíkin er blússandi og rómantík í loftinu milli bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar í hlutverkum sínum í kvikmyndinni sem strákasveitin er að búa til í þáttunum.

Þá brenna miklir eldar allt í kring.

Kvikmyndir.is birtir atriði úr þættinum hér fyrir neðan.

Eins og aðdáendur Iceguys vita þá landa meðlimir bandsins stórum kvikmyndasamningi í seríunni en ekki er allt sem sýnist og áskor­an­irn­ar allt aðrar en bú­ist var við í upp­hafi.

Leikstjóra kvikmyndarinnar leikur Gísli Örn Garðarson

Þætt­irn­ir eru úr smiðju Atla­vík­ur sem þeir All­an Sig­urðsson­, Hann­es­ Þór Ara­son­ og Hann­es­ Þór Hall­dórs­son eiga, en þeir leikstýra einnig þáttunum.

Handrit skrifar uppistandarinn Sól­mund­ur Hólm Sól­munds­son, eða Sóli Hólm.

Meðlimir Iceguys eru tónlistarmennirnir Aron Can, Herra Hnetusmjör, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, og fyrrum atvinnumaðurinn í fótbolta, Rúrik Gíslason.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Orri Ásgeirsson semur og tekur upp flest lög hljómsveitarinnar.

Þáttaröðin er mögulega sú síðasta að því er fram hefur komið í fjölmiðlum en seríurnar hafa notið gíf­ur­legra vin­sælda.

Eng­in þáttaröð hef­ur slegið áhorfs­met jafn oft og IceGuys og unnu Sím­inn, Atla­vík og IceGuys til dæmis til verðlauna á markaðsverðlauna­hátíð Ímark fyr­ir ár­ang­urs­rík­ustu her­ferð árs­ins, Áruna.

Sjáðu atriðið hér fyrir neðan:

Stikk: