Það er margt skrýtið í kvikmyndakýrhausnum. Í síðustu viku var frumsýnd í Japan hin stórmerkilega kvikmynd, Big Tits Zombie, eða Uppvakningar með stór brjóst, eftir leikstjórann Takao Nakano. Það er ekki nóg með að efniviðurinn sé áhugaverður, heldur er myndin í gamaldags þrívídd. Það má því segja að þetta sé einskonar retro – þrívíddarmynd, enda er þrívíddin mikið í tísku þessa dagana, eins og reyndar Zombiar líka.
Eins og sjá má í meðfylgjandi trailer er eitthvað um blóðgusur, Súmó glímu og fljúgandi Sushi, svo eitthvað sé nefnt, auk auðvitað leikkvenna með stór brjóst, eins og titillinn gefur til kynna.
takao nakano

