Broddgöltur í banastuði

Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 3 kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi og þaut á leifturhraða beint á toppinn! Sömu sögu er að segja um Bandaríkin þar sem myndin situr einnig efst á vinsældarlistanum.

6.400 áhorfendur mættu í bíó til að sjá myndina á Íslandi og tekjur voru 10,2 milljónir rúmar.

Nýja íslenska gamanmyndin Guðaveigar hreppti annað sætið á íslenska listanum með rúmlega 2.100 áhorfendur og fimm milljónir króna í tekjur.

Í þriðja sætinu situr svo fyrrum toppmynd listans, Mufasa: The Lion King.

Vaiana 2 tekjuhæst samtals

Tekjuhæsta mynd listans samtals er svo Vaiana 2 með 41 milljón króna í tekjur.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: