Brolin blekaður á nýársdag

Stjörnurnar í Hollywood eiga það til að fá sér of mikið neðan í því eins og annað fólk, sérstaklega þegar stórhátíðir ganga í garð.

Kvikmyndaleikarinn Josh Brolin var handtekinn í  Kaliforníu rétt fyrir miðnætti þann 1. janúar sl. samkvæmt vefmiðlinum The Huffington Post. 

Leikarinn var handtekinn fyrir ölvun á almannafæri og stungið í steininn. Honum var síðan sleppt gegn tryggingu morguninn eftir, eða kl. 7.14 um morguninn, samkvæmt lögreglunni í Santa Monica í Kaliforníu.

Brolin, sem er 44 ára gamall, og er giftur leikkonunni Diane Lane, greiddi 250 dali í tryggingafé, en engir frekari eftirmálar verða af handtökunni.

Samkvæmt fréttaveitunni TMZ þá var leikarinn að skemmta sér með tveimur góðum vinum sínum, og endaði á því að „skemmta sér hreinlega of mikið.“

 

Stikk: