Brosnan er alþjóðlegur leigumorðingi

Ekki samt í nýrri Bond mynd, heldur í kvikmyndinni Matador. Í myndinni, sem lýst hefur verið sem alþjóðlegur njósnaþriller ( líkt og The Bourne Identity ), mun hann leika leigumorðingja einn sem staddur er í Mexíkóborg við að undirbúa næsta morð sitt. Hann vingast við (og lendir væntanlega í ástarsambandi við) ósköp venjulega gifta húsmóður í tilraun sinni við að komast nær fórnarlambinu. Verkefnið fer þá að fara á verri veg. Hvorki hafa verið ráðnir aðrir leikarar né leikstjóri að svo stöddu.