Kvikmyndastjarnan Burt Reynolds er á batavegi, en eins og við sögðum frá í gær þá var hann lagður inn á gjörgæslu um helgina vegna alvarlegrar flensu.
Talsmaður leikarans segir við TMZ fréttaveituna að leikarinn sé orðinn hitalaus, sem er það sem læknarnir voru að bíða eftir, og að hann muni verða fluttur af gjörgæslu og inn á almenna deild sjúkrahússins í dag.

