Sjónvarps – og kvikmyndaleikkonan Amanda Peterson er látin, 43 ára að aldri. Petersen er þekktust fyrir leik sinn í rómantísku miðskóla – gamanmyndinni Cant´t Buy Me Love.
Dánarorsök er ókunn. Móðir hennar sagði við CNN fréttastöðina að dóttir hennar hefði leitað sér hjálpar vegna hjartavandamála, en fjölskyldan bíður nú eftir niðurstöðu krufningar.
Peterson var gift og átti heima í Greeley, þar sem hún ólst upp og lést sömuleiðis.
Leikkonan hóf feril sinn þegar hún var barn að aldri og lék í Annie, frá árinu 1982, þegar hún var 9 ára gömul. Hún lék síðan í River Phoenix og Ethan Hawke myndinni Explorers árið 1985, en eins og fyrr sagði er hún þekktust fyrir hlutverk sitt á móti Patrick Dempsey í miðskólarómansinum Can´t Buy Me Love.
Í sjónvarpi lék hún m.a. í A Year In the Life, Father Murphy, Silver Spoons, Doogie Howser og Jack’s Place.
Síðasta kvikmynd sem hún lék í var Windrunner frá árinu 1994 .