Gamanleikarinn Jim Carrey er á nýjum og drungalegri slóðum en við erum vön að sjá hann á, í spennutryllinum Dark Crimes, en fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út.
Myndin, sem frumsýnd verður á sjónvarpsstöðinni DirecTV, og er byggð á sannri sögu og New Yorker-grein David Grann frá árinu 2008, er nútímaleg morðgáta. Leikstjóri er Alexandros Avranas og aðrir helstu leikarar eru Charlotte Gainsbourg og Marton Csokas.
Söguþráðurinn er eftirfarandi: „Carrey leikur lögreglumanninn Tadek, sem sér líkindi milli morðmáls sem aldrei hefur fengist botn í, og glæps sem lýst er í bók eftir frægan glæpasagnahöfund, Kristov Koslow, sem Martin Csokas leikur. Eftir því sem Tadek rannsakar Kozlow og kærustu hans, dularfulla starfsstúlku í kynlífsklúbbi, leikin af Gainsbourg, betur, þá eykst þráhyggja hans og hann togast inn í drungalega skuggaveröld kynlífs, lyga og spillingar.
Eins og fyrr sagði kemur myndin fyrst á DirecTV þann 17. apríl nk., en síðan á VOD og í bíó þann 11. maí.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan, og plakatið þar fyrir neðan: