Cats formlega í skammarkróknum – Eddie Murphy fær uppreisn æru

Um helgina átti að fara fram fertugasta afhending svokölluðu Razzie-verðlaunanna (e. Golden Raspberry Awards) en samkomubann víða um heim og almennar ráðstafanir vegna kórónaveirunnar komu í veg fyrir herlegheitin þar í kring. Eins og kunnugt er mætti lýsa Razzie-verðlaununum sem eins konar andstæðu við Óskarinn og er þetta í bransanum séð sem „skammarverðlaun“ Hollywood.

Til stóð að sýna athöfn þessarar „hátíðar“ í sjónvarpi, í fyrsta sinn í sögu Golden Raspberry-verðlaunanna, þar sem átti að tjalda öllu til með skemmtiatriðum, innkomum stórstjarna og fleira í líkingu við stærri verðlaunaathafnir. Þessa uppsetningu þurfti að endurskoða í ljósi ástands en eins og oft er sagt í skemmtiiðnaðinum, þá verður sýningin að halda áfram og voru verðlaunin afhend engu að síður við smærri athöfn og án útsendingar.

Eins og margir hefðu eflaust spáð stóð söngleikurinn Cats uppi sem „sigurvegari“ kvöldsins og sópaði að sér sex stórum „skammarstyttum.“ Hún var tilnefnd til átta Razzie-verðlauna í heildina. Söngleikurinn umtalaði hlaut afleita dóma á sínum tíma og hefur þessi verðlaunahátíð formlega komið myndinni í skammarkrókinn, samkvæmt bransanum.

Hér er skammarlistinn eins og hann leggur sig:

Versta kvikmynd
Cats
The Fanatic
The Haunting of Sharon Tate
A Madea Family Funeral
Rambo: Last Blood

Versti leikari
John Travolta, The Fanatic, Trading Paint
James Franco, Zeroville
David Harbour, Hellboy
Matthew McConaughey, Serenity
Sylvester Stallone, Rambo: Last Blood

Versta leikkona
Hilary Duff, The Haunting of Sharon Tate
Anne Hathaway, The Hustle, Serenity
Francesca Hayward, Cats
Tyler Perry ( sem Medea), A Madea Family Funeral
Rebel Wilson, The Hustle

Versti meðleikari
James Corden, Cats
Tyler Perry, A Madea Family Funeral ( sem Joe )
Tyler Perry, A Madea Family Funeral ( sem Heathrow frændi)
Seth Rogen, Zeroville
Bruce Willis, Glass

Versta meðleikkona
Rebel Wilson, Cats
Jessica Chastain, Dark Phoenix
Cassi Davis, A Madea Family Funeral
Judi Dench, Cats
Fenessa Pineda, Rambo: First Blood

Versta teymi
Hvaða tveir kettir sem er (Cats)
Jason Derulo og tölvugerð bólgan í klofi hans í Cats
Tyler Perry og Tyler Perry, A Madea Family Funeral
Sylvester Stallone og tryllingurinn í Rambo: Last Blood
John Travolta og hvert einasta handrit sem hann notar

Versti leikstjóri
Tom Hooper, Cats
Fred Durst, The Fanatic
James Franco, Zeroville
Adrian Grunberg, Rambo: Last Blood
Neil Marshall, Hellboy

Versta handrit
Cats, Lee Hall, Tom Hooper
The Haunting of Sharon Tate, Danial Farrands
Hellboy, Andrew Cosby
A Madea Family Funeral, Tyler Perry
Rambo: Last Blood, Matthew Cirulnick, Sylvester Stallone

Versta endugerð
Rambo: Last Blood
Dark Phoenix
Godzilla: King of the Monsters
Hellboy
A Madea Family Funeral

Versta meðferð á mannslífum og opinberum eignum
Rambo: Last Blood
Dragged Across Concrete
The Haunting of Sharon Tate
Hellboy
Joker

Uppreisn æru
Eddie Murphy, Dolemite Is My Name
Keanu Reeves, John Wick 3, Toy Story 4
Adam Sandler, Uncut Gems
Jennifer Lopez, Hustlers
Will Smith, Aladdin