Cats tilnefnd til átta Razzie verðlauna

Grínverðlaunin Razzie, þar sem Hollywood velur það sem verst þykir ár hvert í kvikmyndunum, verða veitt á næstunni, og nú hafa tilnefningarnar verið birtar.

Köttur úti á götu.

Eins og marga hefði getað grunað þá er söngvamyndin Cats áberandi á lista yfir tilnefningar, og fjórir aðalleikarar eru tilnefndir sem verstu leikarar ársins, þau James Corden, Judi Dench, Rebel Wilson og Francesca Hayward.

Eins og segir á vef The National þá er Óskarsverðlaunahafinn Judi Dench nefnd sérstaklega af skipuleggjendum verðlaunanna, og sagt að hún líti grunsamlega mikið út eins og hrædda ljónið úr Galdrakarlinum í Oz.

Samtals fékk Cats átta tilnefningar, sama fjölda og A Madea Family Funeral og Rambo: Last Blood.

Allar myndirnar þrjár keppa um titilinn versta kvikmynd ársins, ásamt geðtryllinum The Fanatic og hrollvekjunni The Haunting of Sharon Tate.

Cats, sem er kvikmyndagerð á vinsælum Broadway söngleik, var frumsýnd í desember sl. við afar slæmar viðtökur gagnrýnenda.

Myndin kostaði 95 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu, en tekjur námu einungis 69,7 milljónum dala.

Fyrst veitt 1980

Razzie verðlaunin voru fyrst veitt árið 1980. Eitt þúsund Razzie meðlimir, frá meira en 24 löndum kjósa sigurvegarana ár hvert, en meðlimirnir skrá sig á netinu og greiða 40 dala meðlimagjald.

Ekki er búið að ákveða hvaða dag verðlaunin verða afhent.

Hér fyrir neðan er listi yfir alla sem tilnefndir eru:

Versta kvikmynd
Cats

The Fanatic

The Haunting of Sharon Tate

A Madea Family Funeral

Rambo: Last Blood

Versti leikari
James Franco, Zeroville

David Harbour, Hellboy

Matthew McConaughey, Serenity

Sylvester Stallone, Rambo: Last Blood

John Travolta, The Fanatic, Trading Paint

Versta leikkona
Hilary Duff, The Haunting of Sharon Tate

Anne Hathaway, The Hustle, Serenity

Francesca Hayward, Cats

Tyler Perry ( sem Medea), A Madea Family Funeral

Rebel Wilson, The Hustle

Versti meðleikari
James Corden, Cats

Tyler Perry, A Madea Family Funeral ( sem Joe )

Tyler Perry, A Madea Family Funeral ( sem Heathrow frændi)

Seth Rogen, Zeroville

Bruce Willis, Glass

Versta meðleikkona
Jessica Chastain, Dark Phoenix

Cassi Davis, A Madea Family Funeral

Judi Dench, Cats

Fenessa Pineda, Rambo: First Blood

Rebel Wilson, Cats

Versta teymi
Hvaða tveir kettir sem er

Jason Derulo og tölvugerð bólgan í klofi hans í Cats

Tyler Perry og Tyler Perry, A Madea Family Funeral

Sylvester Stallone og tryllingurinn í Rambo: Last Blood

John Travolta og hvert einasta handrit sem hann notar

Versti leikstjóri
Fred Durst, The Fanatic

James Franco, Zeroville

Adrian Grunberg, Rambo: Last Blood

Tom Hooper, Cats

Neil Marshall, Hellboy

Versta handrit
Cats, Lee Hall, Tom Hooper

The Haunting of Sharon Tate, Danial Farrands

Hellboy, Andrew Cosby

A Madea Family Funeral, Tyler Perry

Rambo: Last Blood, Matthew Cirulnick, Sylvester Stallone

Versta endugerð
Dark Phoenix

Godzilla: King of the Monsters

Hellboy

A Madea Family Funeral

Rambo: Last Blood

Versta meðferð á mannslífum og opinberum eignum
Dragged Across Concrete

The Haunting of Sharon Tate

Hellboy

Joker

Rambo: Last Blood

Uppreisn æru
Eddie Murphy, Dolemite Is My Name

Keanu Reeves, John Wick 3, Toy Story 4

Adam Sandler, Uncut Gems

Jennifer Lopez, Hustlers

Will Smith, Aladdin