Föstudaginn 17.apríl. verður kvikmyndin Child 44 heimsfrumsýnd á Íslandi. Myndin byggir á samnefndri metsölubók en hún byggir lauslega á raunverulegum fjöldamorðingja sem gekk laus í Rússlandi seint á síðustu öld.
Child 44 fjallar um ungan lögreglumann sem byrjar að gruna að það sé fjöldamorðingi sem gangi laus nema hvað að rússnesk yfirvöld halda því fram að það séu engin morð framin þar á bæ og því verði að þagga svona mál niður ellegar gæti rannsóknin spurst út á meðal almennings.
Myndin er framleidd af Ridley Scott og þeim sem framleiddu Óskarsverðlaunamyndirnar The Hurt Locker og Zero Dark Thirty. Í aðalhlutverkum er risastór hópur kunnra gæðaleikara með þeim Tom Hardy, Gary Oldman og Noomi Rapace fremstum í flokki. Þetta er mynd sem á alla athygli skilið.
Child 44 er eftir sænska leikstjórann Daniel Espinosa sem gerði m.a. myndirnar Easy Money og Safe House. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók breska rithöfundarins Toms Rob Smith sem sótti efniviðinn í óhugnanlegan feril raðmorðingjans Andrei Chikatilo, en hann myrti á milli 52 og 60 konur og börn í Sovétríkjunum á árunum 1978 til 1990.
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi