Eins og einhverjir hér eflaust vita þá gengur Scott Pilgrim vs. the World út á strák sem neyðist til þess að berjast við sjö fyrrverandi kærasta draumastúlku sinnar til að geta fengið að deita hana. Það vill svo til að einn af þessum sjö er hrokafullur leikari, Lucas Lee að nafni (Evil ex #2), og er leikinn af Chris Evans.
Ef þið hafið lesið Scott Pilgrim bækurnar þá munið þið kannski eftir því hvað mikið grín er gert úr þeim myndum sem Lee lék í. Myndin gerir ýmislegt svipað, og hér eru 5 þrælskemmtileg plaköt úr þessum gervimyndum. Kíkið á:
Annars er miðasalan á SP forsýninguna enn í fullum gangi!
T.V.






