
Það er alltaf hundleiðinlegt þegar athyglisverðum myndum er frestað í langan tíma, en Cabin in the Woods, sem kemur úr smiðju Joss Whedon. Hann er nú ekki beinlínis maður sem þarf á kynningu að halda, en fyrir þá sem ekki vita þá er hann meðal annars ábyrgur fyrir Buffy, Firefly og situr hann við stjórnvölinn á The Avengers.
Hryllingsþrillerinn The Cabin in the Woods fór í tökur árið 2009 og átti að koma út snemma árið 2010. Augljóslega hefur það dregist svolítið en núna loksins virðist hún ætla að rata í bíó. Alls ekki óhentugur tími svosem, þar sem Chris Hemsworth er strax mun þekktari í dag heldur en hann var fyrir rúmu ári síðan.
Hér getið þið séð nýjasta trailerinn fyrir myndina:

